<$BlogRSDURL$>

Sunday, March 13, 2005

Árshátíð og skemmtilegheit... 

Já.. árshátíð Visku fór vel af stað og var mannskapurinn orðinn frekar hress eftir aldeilis ágætt fyrirpartý hjá Ara.. takk Ari!!! Ernan kom með mér og fékk að kynnast því hvernig það er að vera stelpa í tölvunarfræði.. og það er alls ekki svo hræðilegt.. sérstaklega þar sem ég komst að því að ég er í frábærum bekk!!!
Ég ætla nú ekki að hafa þetta langt... vildi bara kom því á framfæri að þetta var eitt skemmtilegasta djamm sem ég hef farið á í langan tíma. Maturinn var æðislegur, Milljónamæringarnir stóðu svo sannarlega fyrir sínu, allir í súper góðu skapi og fullt af myndum sem Anna Sigga tók.
Ekki má gleyma honum Gunnari Birgi sem var svo vænn að skutla okkur heim eftir langt kvöld. Takk Gunnar Birgir minn.. þú berð af í að snúa bökkum út um allt!!! :D

Þrátt fyrir gleymda miða, auma fætur, hárgreiðslur sem eru mjög fínar, bakkasnúning og hressa kennara er sko ekki hægt að kvarta yfir þessu djammi og ég vona að ég eigi eftir að upplifa nokkur slík til viðbótar.

Hér erum við Erna svo í Ísdrottningunni hennar Önnu Siggu .. við erum eins og Svart og Hvítt!!



Gleði gleði gleeeði... Posted by Hello

(12) comments

[Top]